Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Af hverju er Davíð ennþá seðlabankastjóri ? Er það af því hann er svo skemmtilegur, þó hann sé hrokagikkur og stirðbusi og til einskis annars nýtur en sem uppistandari á hórmangarakrá í Hamborg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008 | 18:09
Hvar er og var umræða í Ríkissjónvarpi landsmanna ?
Pólitísk umræða.....hagfræðileg umræða.....þjóðfélagsumræða......umræða um stöðu þjóðkirkjunnar....umræða um EB ?...umræða um gjaldmiðil.......þar sem t.d. 5 aðilar koma saman, hver með sínar skoðanir á tilteknu umræðuefni.
Mín tilfinning undanfarin ár er sú að í Ríkissjónvarpi landsmanna hafi gilt einnar skoðunar hugmyndafræði undanfarin ár.
Hugmyndafáfræði hafi verið haldið við og fólkinu í landinu komið niður það stig, að auðvelt væri að reka það áfram einsog hjörð. Skoðanir fólksins sem vinnur á fréttastofunni, hafa ráðið, því þeir sem þar starfa, velja viðmælandann og skoðanir viðmælandans, virka á þá sem lítið pæla sem eina rétta skoðunin, því þeir treysta fréttamanninum til þess að ræða við þann, sem er fulltrúi yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar og yfirleitt aldrei er talað við einhvern sem er á annarri skoðun.
"Kæru landsmenn ekki vera að hugsa, látiði bara stóru strákana um þetta...Þeir kunna sitt verk...
Ég vil fá ný andlit í Ríkissjónvarpið sem fyrst. Lýðræðisleg og frískleg andlit fólks, sem tilbúið er að gefa okkur breiðtjaldsmynd af Íslensku samfélagi, einsog strákurinn í Vestmannaeyjum sagði : "Við gerum nú margt annað en að spranga í Vestmannaeyjum, en fólk virðist líta á okkur eins og við höfum stokkið útúr ferðabæklingi, sem það fékk á bensínstöðinni"
27.10.2008 | 16:06
Kjósum Vatnajökul sem eitt af 7 náttúruundrum jarðar
Smellið hér til að fara inná síðuna
Eða stingið uppá öðru Íslensku náttúruundri, því af nógu er svo sem að taka
Einhverntíma í vetur sá ég inná netinu að Ísland, Nýja Sjáland og sunnanvert Chile, voru talin þau svæði á jörðinni þar sem mest væri um náttúruundur
Verum stolt af landinu og sýnum því virðingu og
höldum áfram að byggja upp Íslenskann ferðamannaiðnað
því hann skapar fjölbreytt og skemmtileg störf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.10.2008 | 16:24
Við höfum kolin á GRILLIÐ
Er sterkur foringi það sem þig vantar ?
Trúir þú á Tinna ?
Treystirðu Kolbeini kapteini sem Seðlabankastjóra
Hringdu í Valhöll og láttu okkur vita hvernig þér líður
Við höfum kolin á grillið
Tryggjum stöðugleikann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2008 | 15:40
Hvað er þetta hvíta...kallinn er að skíta...Er hægt að hvítþvo skít
Hvar heldur Davíð Oddsson sig þessa dagana ?
Á smábarnaklósettinu í Seðlabankanum ?
Hvað er þetta græna...kallinn er að spræna
Er hann beintengdur við holræsakerfið ?
Eða heldur hann bara áfram að skíta og spræna yfir okkur öll ?
Átti hann ekki að vera sá fyrsti sem missti vinnuna ?
Eða er þetta góði gæinn frá hjálparsveitinni ?
Ég vil að hann verði settur í þegnskylduvinnu...að hann fari hús úr
húsi á Íslandi og biðji fólk afsökunar......einelti...persónugera....
Ekki réð ég hann í þetta starf. Á maður frekar á ásaka stólinn sem hann situr í. Embættið ? Það er maður í embættinu og hann heitir Davíð Oddson og hann hefur brugðist í starfi sínu. Þetta er opinbert embætti, til að halda utanum okkar hagsmuni og mér er fjandans sama hver er Seðlabankastjóri, ef hann bara sinnir starfi sínu með hagsmuni okkar í fyrrúmi. Það hefur hann ekki gert. Svo Davíð þú ert (d)rekinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2008 | 14:49
Rjúfum þögn (Ó)ráðamanna
Í DAG, laugardag, kl. 16 verður farin kyndilganga frá Austurvelli að Ráðherrabústaðnum undir slagorðinu Rjúfum þögn ráðamanna
Mætum öll
Mætum Úlfum og Úlfahéðnum sem urrandi Úlfar
Sýnum tennurnar
Auga fyrir auga og Tönn fyrir tönn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2008 | 23:59
Heilinn ofar auðgildinu
Fæst ekki í nokkurri verslun í Reykjavík, ekki einu sinni í Góða Hirðinum
og þó maður hefði 2 milljarða í vasanum
gæti maður ekki keypt eitt svona
og troðið inn í galtómann hausinn á sér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2008 | 22:33
Eniga meniga prentum fleiri peninga
Hvaða vitleysingur var þetta eiginlega sem orsakaði alla þessa þjáningu?
Var þetta nauðsynlegt ?
Getum við lifað án peninga ? Dýr virðast lifa ágætis lífi án peninga.
Af hverju er jafnvægi okkar, öryggi og tilvera, byggð á pappírsmiðum sem prentaðir eru í verksmiðjum eða í korti sem rennt er í gegnum vél ?
Get ég, þó ekki væri nema augnablik, losnað frá þessari vitleysu ?
Jú, það er hægt
Takk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2008 | 13:03
Ég elska Ísland
og fólkið sem á þessari eyju býr
Þó það sé stundum skrýtið
og hugurinn ekki skýr
Ég elska reyniberin á trjánum
og þröstinn sem gæðir sér á þeim
en ég elska ekki skuldir
og þá sem færa þær hingað heim
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2008 | 01:22
Græðum tölvukubba í stjórnmálamenn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)