Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
24.10.2008 | 00:35
Rafmagnsstrætóar í Róm, af hverju eru þeir ekki í Reykjavík ?
Þessi litli strætó frá Róm er funky lítill kubbur. Glaðlegur og fínn í miðborg Reykjavíkur. Af hverju ekki ? Skortir okkur rafmagn eða er bara kominn tími til að tengja ? Eins væri hægt að láta þá rúnta um tiltekin hverfi og renna svo inná biðstöðvar sem tengja stærri borgarhluta
Ekkert stress, bara rúnta hress í strætó hei hó wake me up before you go go
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér Rómverska rafmagnsstrætóa er linkurinn fyrir neðan :
http://www.civitas-initiative.net/measure_sheet.phtml?lan=en&id=36
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2008 | 21:59
Auður getur líka þýtt tómur
Þessa yfirskrift bar ljóð sem ég setti inná blogg mitt síðastliðinn vetur um mánaðarmótin jan feb. Eftir það bloggaði ég ekkert fyrr en nú að undanförnu. Á sínum tíma þegar ég samdi það, fór ég að velta orðinu "auður" fyrir mér og af hverju orðið hefði tvær merkingar, sem sagt tómur og auðæfi. Önnur fól í sér innihald, en hin innihaldsleysi og þá laukst upp fyrir mér leyndardómur þessa orðs. Það sem fólk elti og taldi hafa innihald, voru bara ímyndir og skuggar og þegar það hélt að það hefði í hendi sér, sjálfa hamingjuna, var þar bara tóm, því engin sál var í því. En á hinn bóginn að það sem það hélt að væri tómt, var í rauninni fullt af lífi, því það var sál þess, nakin og tær, það sjálft, en það var reiðubúið að fórna sjálfu sér fyrir ekkert. Ég skora á fólk sem týnt hefur sjálfu sér, að lesa bókina "Um Veginn", eftir Lao Zse, því hún fjallar um veginn heim, veginn heim í heiðardalinn, veginn heim í fjallanna ró.
29.1.2008 | 21:20
Auður getur líka þýtt tómur
Auður
en ekki sama og tómur
heldur glitrandi fjársjóður
Í hverjum einasta manni eru ógrynni auðæfa fólgin
Lykilinn að þessum fjársjóðshirslum er fólginn í ást þinni
þegar þú berð aðra menn augum
En menn lifa eins og skuggar af skuggum annarra
Því sál þeirra er hlédræg og heldur sig á fjarlægum stöðum
tilveru þeirra skortir reisn og villidýrin forðast þá
Hlæjum því dátt saman að þeim
sem héldu á brott í leit að gulli og grænum skógum
því hræfuglar krunka í eyrum þeirra
og hillingar í eyðimörkinni leiða þá áfram
en hér höldum við áfram saman hópinn í vininni
hér var allt sem við þurftum
í okkur sjálfum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2008 | 17:02
Gettóbössa strax
Væri ekki upplagt að koma nú á almennilegum almenningssamgöngum í höfuðborginni, með 5 mínútna fresti og flottum strætóum, með góðri músík og hressum bílstjórum.
Úr gettóunum, Breiðholti(Broadhill), Grafarvogi(Gravebay) o.s.frv. og niðrí bæ og úr einu gettói í annað, nú þegar allir þessir rándýru bílar verða á bak og burt, bara stanlaust fjör og hressileika. Knýum þetta svo áfram með rafmagni, á spottprís, enginn gjaldeyrir þar. Gerum nú eitthvað fyrir krakkana okkar, því þeim er eflaust farið að finnast við allleiðinleg. Upp með fjörið í gleðiborginni Reykjavík. Ég vil Gettóbössa strax.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.10.2008 | 13:52
Aðrar grunngerðir í bankastarfssemi eru til
Á myndinni er stofnandi Grameen banka, Muhammad Yunus, sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2006. Ég tel að það sé langt í land að Íslenskir bankastjórar fái friðarverðlaun Nóbels, kannski óvitaorða, ef til væri, sé verðugri. Hugmyndina fékk þessi öðlingur 1974, á dögum mikillar hungursneyðar í landi hans og hún byggðist á að lána tekjulágum konum í Bangla Desh, sem er Islamskt ríki, svo þær gætu hafið atvinnurekstur og framfleytt fjölskyldum sínum. Einfaldlega að styrkja grunnstoðir samfélagsins, sem eru blessaðar konurnar. Svolítið róttæk aðgerð í karlasamfélagi Austurlanda fjær, en þetta hefur gengið glimrandi vel og á þessu ári hefur bankasamsteypan sótt fram í Bandaríkjunum. Þeir sem vilja kynna sér þetta frekar, bara slá inn í leit á netinu "Grameen Bank og Muhammad Yunus eða fara á wikipedia.org Þessi fíni kall virðist svo sannarlega hafa efni á að brosa.
Önnur gerð er svo Islömsk bankastarfssemi, sem getið var um lítillega í dagblöðum á þessu ári. Hún byggist á því að Islömsk lög(sharia) leyfa ekki greiðslur á vöxtum, þegar lánað er fé. Til frekari fróðleiks bendi ég á http://en.wikipedia.org/wiki/Islamic_banking. Kannski getum við lært eitthvað af sonum Allah sem líka hafa verið úthrópaðir hryðjuverkamenn, rétt einsog við Íslendingar og kannski er vandamálið í heiminum bara gamla breska heimsvaldastefnan + bandaríska heimsvaldastefnan sem ríkt hefur frá lokum síðari heimsstyrjaldar, í skjóli eldflaugaskotpalla og ofneyslu. Er ekki bara kominn tími á eitthvað annað en byssur og samfélagslega óábyrgann bankalýð, lýðskrumara og handónýt alþjóðastjórnmál, að það sé ekki alltaf sá sem hafi stærstar og flestar byssurnar sem ráði öllu, því einsog við sjáum öll færi betur ef það væri sá sem mest vitið hefði í samfloti við kærleiksríkt hjarta og að þetta tvennt fengi frið til að slá í takt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2008 | 23:51
Að opna kjaftinn uppá gátt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2008 | 21:48
Hýrir fjárfestar stofna trúarhóp
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2008 | 17:26
Bigfoot í Bæjarstaðaskógi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2008 | 17:36
Skaðsemi sláturs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2008 | 01:17
Nýr orkudrykkur á Íslandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2008 | 00:31
Georg Bjarnfreðarson tekur völdin í Seðlabankanum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)