31.1.2009 | 14:47
Ég mæti
til að hlusta á hana Katrínu Snæhólm.
Í myndbrotinu taka Bítladrengirnir lagið
Bésame Mucho
sem Mexíkönsk stelpa, Consuelo Velázquez samdi upphaflega árið 1940 áður en hún varð 16 ára.
Þarf að hlaupa af stað til að taka strætó. Ho HO HE HE HA HA
Sigurhátíð Radda fólksins á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.1.2009 | 11:20
Fuglar og Rokk og Ról
Í þessu myndbroti eru sýndar ýmsar tegundir fugla í allskonar sprelli.
Trönur, byrjar reyndar á Ástralska Lýrufuglinum en þarna koma fram ýmsir furðufuglar.
Meira að segja Lundi með sitt skringilega nef, en okkur Íslendingum finnst hann eflaust ósköp venjulegur.......venjulegur ??? Kannski ættum við að virða hann betur fyrir okkur. Mikið af fólki á meginlandi Evrópu finnst hann alveg hreint út sagt snilldarlega hannaður af Móður okkar Náttúrunni.
Oft er það sem er beint fyrir framan nefið á manni allsérstakt og heillandi ef maður bara opnar vitundina sem er að baki augnanna og gefur því gaum sem maður horfir á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.1.2009 | 08:56
Heillamerki
Var einmitt að hugsa um fugla í morgun og lét það vera mitt fyrsta verk í morgun um sjöleytið að skera niður epli og færa fuglunum útí garð. Það er aldrei of seint að gera góð verk en heldur aldrei of snemmt. Orðið góðverk minnir mig á bakara í hverfinu sem ég bjó í........ í æsku. Hann sagðist alltaf gera allavega eitt góðverk á dag. Hann var gjafmildur kallinn en ég man samt að hann bakaði alveg einstaklega vond fransbrauð, svo hann var svona Yin og Yang einsog við flest, en það er önnur saga.
Heyrði rétt í þessu gellið í Svartþresti sem flaug hjá. Fyrir einhverjum dögum síðan var Hrafn að krunka í tré í garðinum. Skógarþrestir og í gær þegar ég opnaði dyrnar um 3 leytið svoleiðis drynjandi fuglasöngur.....u.þ.b 60-70 fuglar í einhverjum miðdegisgalsa, vantaði bara að þeir bæðu mig að dansa Salsa.
Músarindlar hafa líka tíst hérna af og til, litlu Músakóngarnir með sperristélið sitt og Auðnutittlingar sem alltaf eru hressir hvernig sem viðrar, svolítið skemmtilegt nafn.
Trönur eru víða dýrkaðar t.d. í Japan. Þetta eru svona fuglar ljóða og lífs.
Sannkallað heillamerki hins Nýja Lýðveldis.
Teikn á lofti og á landi.
Undur
Grátrönurnar eru alveg út úr kortinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.1.2009 | 09:39
Betra veður í dag ? Appelsínugul sól
Það er minni vindur í morgun og sér í heiðann himinn.
Þetta verður fínn mótmæladagur.
Engar óspektir....bara allir spakir og svo er bara að hressa sig á
APPELSÍNI í tilefni dagsins
Friðsamleg mótmæli í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.1.2009 | 02:56
Vanhæf Ríkisstjórn Burt með Geir
Ruddalegt að slökkva bálið.
Má fólk ekki ylja sér.
Eldurinn logar þó áfram í hjartanu og um allann skrokkinn.
Baráttukveðjur til þeirra sem enn standa vaktina.
Fór sjálfur heim klukkan um 11. Var búinn að vera þarna frá því á hádegi.
En á morgun höldum við áfram þar sem frá var horfið.
Allt þar til markmiðunum er náð.
Vanhæf Ríkisstjórn Burt með Geir
Slökkt á bálinu við Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.1.2009 | 17:14
Sænska þingið vill fá sannleikann á borðið frá almenningi
Mjög áríðandi - Berið þetta áfram á bloggum ykkar!
Sænska þingið vill fá sannleikann á borðið frá almenningi hér á landi EN EKKI FRÁ YFIRVÖLDUM HÉR Á LANDI !
Við höfum verið í miklum samskiptum við ákveðna sænska þingmenn sl. mánuði og þeir hafa nú miklar áhyggjur af íslenskum almenningi þar sem þeir sjá að það er ekki allt með felldu hér á landi, takmarkaður aðgangur að upplýsingum m.a Sænskir þingmenn biðja alla íslendinga um að senda sér tölvupóst og tjá sig um rétta stöðu mála þar sem þeir eru búnir að sjá það að þeir fá ekki réttar upplýsingar um stöðu mála hér frá yfirvöldum á Íslandi.
Eins vilja þeir að það lán sem þeir ætla að veita okkur núna og samþykkja á þinginu á morgun, skili sér til að bjarga fjölskyldum og húsnæði þeirra, lækka vexti og verðtryggingu en ríkisstjórnin segir þeim ekkert hvert lánin eiga að fara!
LÁNIÐ VERÐUR TIL SAMÞYKKTAR Á MORGUN Á SÆNSKA ÞINGINU
ÞAÐ VERÐUR ÞVÍ AÐ SKRIFA TIL ÞEIRRA STRAX Í DAG ! VERUM DUGLEG - SKRIFUM ÖLL - HVER EINASTI MAÐUR!
FÁUM ALLA SEM VIÐ ÞEKKJUM TIL AÐ SKRIFA Í DAG!
Á ENSKU, SÆNSKU, NORSKU EÐA DÖNSKU.
HÆGT ER AÐ NOTAST VIÐ BRÉFIÐ SEM ER AÐ SJÁ HÉR AÐ NEÐAN LÍKA
FYRIR ÞÁ SEM GETA EKKI SKRIFAÐ SJÁLFIR.
SÆNSKIR ÞINGMENN HAFA ALDREI LENT Í ÖÐRU EINS OG BIÐLA NÚ TIL
OKKAR ÞAR SEM ÞEIR VILJA HJÁLPA TIL, SENDA FRÉTTAMENN TIL
LANDSINS TIL AÐ FYLGJA HLUTUNUM EFTIR.
LÁTIÐ ALLA - ALLA SKRIFA TIL ÞEIRRA ÞVÍ ÞÁ SKILJA ÞEIR ALVÖRU
MÁLSINS ÞAR SEM ÞEIR VITA MINNA EN EKKI NEITT NÚNA, ERU
MATAÐIR Á RÖNGUM UPPLÝSINGUM FRÁ YFIRVÖLDUM SEM SEGJA
ÞETTA VERA ALLT UNDIR - 100% KONTROLL OG HAFI STUÐNING
MEIRIHLUTAR ÞJÓÐARINNAR ?
HJÁLPIN VERÐUR AÐ KOMA UTANAÐ OG SAMEINAST GRASRÓTINNI
UM FRAMTÍÐ ISLANDS.
ÞJÓÐIN ER BÚIN AÐ FÁ NÓG, ERLENT AÐHALD ER ÞAÐ SEM GILDIR
NÚNA OG GRASRÓTIN ER AÐ SAMEINAST EITT!
Sendið sænska þinginu tölvupóst NÚNA með eigin orðum á ensku, sænsku, dönsku eða norsku eða styðjist við textan að neðan.
Hej!
I dag fick vi besök av W. Buieter som kommer att hålla tal i morgon kväll på www.borgarafundur.org, han kom hit förra året tillsammans med Anna Sibert och gjorde en svart rapport om islänska banker, en rapport som Centralbanken lät Landsbanken köpa och gömma undan, för nationen.!!!
I denna rapport står allt om hur hela nationen har blivit lurar av affärsmän, banker och med regeringens överenskommelse.
Där står att de har aldrig varit med om maken. Beuiter lät publicera rapporten till engelsk media där jag kunde läsa den i september 2008 via nätet, eftersom han såg att isländska Centralbanken och regeringen är korrupt.
Landförräderi - står det - av värsta sort.
Islänningar kommer att få svälta och Buiter säger att det enda han kan rådlägga nationen är att BE TILL GUD !
se Buiter i isländsk Tv i dag: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4440915/2009/01/18/
För mig är detta enkelt, mina barn har rätt til en framtid i sitt eget land. Ingen kan sälja vårt land och allt vi äger utan att bli dömda för det.
Jag tänker inte ge upp - hela nationen har fått mer än nog och pallar inte mycket mer. Av humanitära skäl ber vi ER om hjälp omedelbart
Revolution ligger i luften, detta är totalt oacceptabelt, vi lever i ett instängt land där maffian har tagit över och vi behöver hjälp omedelbart.
Med vänlig hälsning!
(Nafn þitt)
sendist til:
micke@socialist.nu,
info@stortinget.no,
http://www.facebook.com/l.php?u=http://lars.magne.sunnana@aftenposten.no,
finans@stortinget.no,
ulrika.carlsson@riksdagen.se,
kerstin.lundgren@riksdagen.se,
staffan.danielsson@riksdagen.se,
lennart.pettersson@riksdagen.se,
annika.qarlsson@riksdagen.se,
christina.andersson@riksdagen.se, http://www.facebook.com/l.php?u=http://maria.kornevik.jakobsson@riksdagen.se,
sofia.larsen@riksdagen.se,
solveig.zander@riksdagen.se,
gunnar.andren@riksdagen.se,
eva.flyborg@riksdagen.se,
solveig.hellquist@riksdagen.se,
nina.larsson@riksdagen.se,
cecilia.wikstrom@riksdagen.se,
annelie.enochson@riksdagen.se,
lizamaria.norlin@riksdagen.se,
rosita.runegrund@riksdagen.se,
phia.andersson@riksdagen.se,
marie.granlund@riksdagen.se,
carina.hagg@riksdagen.se,
agneta.gille@riksdagen.se,
lena.asplund@riksdagen.se,
ibrahim.baylan@riksdagen.se,
ann.arleklo@riksdagen.se,
max.andersson@riksdagen.se,
cecilia.widegren@riksdagen.se,
anti.avsan@riksdagen.se,
katarina.brannstrom@riksdagen.se,
sten.bergheden@riksdagen.se,
olof.lavesson@riksdagen.se,
jorgen.hellman@riksdagen.se
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2009 | 11:32
Hvað með öll skrímslin ?
Það er löngu þekkt að á norðurslóðum eru fleiri skrímsli en á nokkru öðru svæði jarðar.
Undir ísnum leynast þau og bíða einungis eftir að hann bráðni.
Þá er ég ekki að tala um einhverja krúttlega rostunga.
Heldur alvöru skrímsli einsog í stórmyndunum.
NATO-ráðstefna um öryggi á norðurslóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.1.2009 | 11:33
Er Davíð ennþá Seðlabankastjóri ?????
Davíð: Þú ert (d) rekinn
Ef einhver á að missa vinnuna þá er það hann
Núna strax
-------------------------------------------------------------------------
GEIR: Þú ert (d)rekinn
Ef einhver á að missa vinnuna þá er það hann
Núna strax
Yfir 11.300 atvinnulausir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.1.2009 | 23:47
Frelsisorðan = Frjálshyggjuorðan
Frelsi til að gera hverja vitleysuna á fætur annarri ?
Bush ekki gleyma Halldóri Ásgrímssyni.
Þeir leika þetta vel ! Blair ofsa stoltur eins og Sunnudagaskólapiltur sem gerir í brækurnar, en nær að kreista fram bros framaní frænkurnar á fremsta bekk. Bush að drepast úr ólykt en það er svo sem ekkert nýtt.
Bush sæmir Blair orðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.1.2009 | 22:26
Engin stólpípa þarna ?
Í þessum glerskáp þarna með gömlu lækningatækjunum fyrir (ó)heilbrigðisráð-hnerrann.
Stólpípa er t.d. mjög góð við "bullandi" niðurgangi í efnahagsmálum, fjöldaatvinnuleysi, frjálshyggjuframapoti og óþolandi áráttu að vera alltaf í bláum stuttbuxum innanundir jakkafötunum.
Af myndinni að dæma dettur manni helst í hug að hann haldi að hann sé á Náttúrugripasafninu.
Heimsótti sjúkrahúsið á Sauðárkróki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)