Færsluflokkur: Bloggar
29.10.2008 | 00:45
Charlie Chaplin í myndinni "Gullæðið" gæðir sér á öðrum skónum sínum
Í þessu broti úr myndinni "Gullæðið" gæðir Charlie og félagi hans sér á öðrum skónum hans Charlie og minnir þetta svolítið á kreppur fyrr á tímum á Íslandi. Undirleikinn annast Bítlarnir með laginu "Old Brown Shoe"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008 | 23:35
Charlie Chaplin flytur ræðu í lok myndarinnar "Einræðisherrans"
Mér finnst þetta ein besta ræða sem ég hef heyrt flutta. Flutt af eldmóði og þrá, ást og örvæntingu, von og trú, lífsþrótti og sannri tilfinningu fyrir því sem er mikilvægast. Hún er flutt undir lok myndarinnar "Einræðisherrans". Í þeirri mynd skopast Charlie að Hitler og nazismanum, en í þessari ræðu birtist manni húmanísk sýn hans á samfélög manna. Myndin er gerð árið 1940.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008 | 22:48
Charlie Chaplin og Nútíminn
Þetta YouTube myndband segir manni sitthvað um okkar tíma og Charlie klæðir dapurlegar staðreyndir nútímans í búning sprells og skops á listilegann hátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2008 | 21:56
Hugsaðu öðruvísi (Think Different)
"Think Different" var auglýsingaslagorð skapað fyrir Apple tölvufyrirtækið árið 1997 og notað í fræga sjónvarpsauglýsingu(ég tek það fram að ég er ekki að setja þetta hér fram til að auglýsa Apple), heldur til að vekja athygli á því, að í landinu skortir ekki aðeins gjaldeyri, heldur líka hugsjónir, eldmóð og sjálfstraust. Hverjar eru hetjur okkar, þá meina ég núlifandi. Væri ráð að leita til leikskólabarna eftir slagorði, ef gerð væri svona auglýsingamynd fyrir Íslensku þjóðina, (en ekki til að auglýsa vöru eða fyrirtæki) og hverjir ættu þá að birtast í henni ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2008 | 19:53
Eru til nægar birgðir af hláturgasi í landinu ?
Ég var í partíi með Birni Bjarnasyni um daginn, þar sem Sérsveitin kynnti nýja tegund af gasi.
Þetta var í handhægum brúsum og innihélt dósahlátur Seðlabankastjóra
Við ræddum um Araba og Talibana og dularfulla TERRORISTA langt frammá nótt
og skellihlóum....djöfulsins fjör
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hverju er Davíð ennþá seðlabankastjóri ? Er það af því hann er svo skemmtilegur, þó hann sé hrokagikkur og stirðbusi og til einskis annars nýtur en sem uppistandari á hórmangarakrá í Hamborg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2008 | 16:06
Kjósum Vatnajökul sem eitt af 7 náttúruundrum jarðar
Smellið hér til að fara inná síðuna
Eða stingið uppá öðru Íslensku náttúruundri, því af nógu er svo sem að taka
Einhverntíma í vetur sá ég inná netinu að Ísland, Nýja Sjáland og sunnanvert Chile, voru talin þau svæði á jörðinni þar sem mest væri um náttúruundur
Verum stolt af landinu og sýnum því virðingu og
höldum áfram að byggja upp Íslenskann ferðamannaiðnað
því hann skapar fjölbreytt og skemmtileg störf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.10.2008 | 16:24
Við höfum kolin á GRILLIÐ
Er sterkur foringi það sem þig vantar ?
Trúir þú á Tinna ?
Treystirðu Kolbeini kapteini sem Seðlabankastjóra
Hringdu í Valhöll og láttu okkur vita hvernig þér líður
Við höfum kolin á grillið
Tryggjum stöðugleikann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2008 | 15:40
Hvað er þetta hvíta...kallinn er að skíta...Er hægt að hvítþvo skít
Hvar heldur Davíð Oddsson sig þessa dagana ?
Á smábarnaklósettinu í Seðlabankanum ?
Hvað er þetta græna...kallinn er að spræna
Er hann beintengdur við holræsakerfið ?
Eða heldur hann bara áfram að skíta og spræna yfir okkur öll ?
Átti hann ekki að vera sá fyrsti sem missti vinnuna ?
Eða er þetta góði gæinn frá hjálparsveitinni ?
Ég vil að hann verði settur í þegnskylduvinnu...að hann fari hús úr
húsi á Íslandi og biðji fólk afsökunar......einelti...persónugera....
Ekki réð ég hann í þetta starf. Á maður frekar á ásaka stólinn sem hann situr í. Embættið ? Það er maður í embættinu og hann heitir Davíð Oddson og hann hefur brugðist í starfi sínu. Þetta er opinbert embætti, til að halda utanum okkar hagsmuni og mér er fjandans sama hver er Seðlabankastjóri, ef hann bara sinnir starfi sínu með hagsmuni okkar í fyrrúmi. Það hefur hann ekki gert. Svo Davíð þú ert (d)rekinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2008 | 14:49
Rjúfum þögn (Ó)ráðamanna
Í DAG, laugardag, kl. 16 verður farin kyndilganga frá Austurvelli að Ráðherrabústaðnum undir slagorðinu Rjúfum þögn ráðamanna
Mætum öll
Mætum Úlfum og Úlfahéðnum sem urrandi Úlfar
Sýnum tennurnar
Auga fyrir auga og Tönn fyrir tönn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)