Færsluflokkur: Bloggar

Heilinn ofar auðgildinu

BrainÞetta fyrirbæri á myndinni

Fæst ekki í nokkurri verslun í Reykjavík, ekki einu sinni í Góða Hirðinum

og þó maður hefði 2 milljarða í vasanum

gæti maður ekki keypt eitt svona

og troðið inn í galtómann hausinn á sér 


Eniga meniga prentum fleiri peninga

Skógarbjörn að hugsaHver fann upp peninga ?

Hvaða vitleysingur var þetta eiginlega sem orsakaði alla þessa þjáningu?

Var þetta nauðsynlegt ?

Getum við lifað án peninga ?   Dýr virðast lifa ágætis lífi án peninga.

Af hverju er jafnvægi okkar, öryggi og tilvera, byggð á pappírsmiðum sem prentaðir eru í verksmiðjum eða í korti sem rennt er í gegnum vél ?

Get ég, þó ekki væri nema augnablik, losnað frá þessari vitleysu ?

Jú, það er hægt

Takk 


Ég elska Ísland

Facts about IcelandlÉg elska Ísland

og fólkið sem á þessari eyju býr

Þó það sé stundum skrýtið

og hugurinn ekki skýr

Ég elska reyniberin á trjánum

og þröstinn sem gæðir sér á þeim

en ég elska ekki skuldir

og þá sem færa þær hingað heim 


Græðum tölvukubba í stjórnmálamenn

Svo við getum fylgst með þeim úr heimilistölvunni, því það eru ekki þeir sem eiga að fylgjast með okkur, heldur við með þeim.  Burt með leynilöggu Björns Bjarnasonar og græðum tölvukubb í kallinn, svo hann geri nú ekki einhverja vitleysu.  Bönnum hernaðartól í landinu.  Semjum frið við heiminn og elskum hvort annað, eins mikið og hægt er.

Rafmagnsstrætóar í Róm, af hverju eru þeir ekki í Reykjavík ?

rome electric busÞessi litli strætó frá Róm er funky lítill kubbur.  Glaðlegur og fínn í miðborg Reykjavíkur.  Af hverju ekki ?  Skortir okkur rafmagn eða er bara kominn tími til að tengja ?  Eins væri hægt að láta þá rúnta um tiltekin hverfi og renna svo inná biðstöðvar sem tengja stærri borgarhluta

Ekkert stress, bara rúnta hress í strætó  hei hó  wake me up before you go go 

 Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér Rómverska rafmagnsstrætóa er linkurinn fyrir neðan :

http://www.civitas-initiative.net/measure_sheet.phtml?lan=en&id=36 


Auður getur líka þýtt tómur

Auður getur líka þýtt tómur

Auður
en ekki sama og tómur
heldur glitrandi fjársjóður


Í hverjum einasta manni eru ógrynni auðæfa fólgin
Lykilinn að þessum fjársjóðshirslum er fólginn í ást þinni
þegar þú berð aðra menn augum
En menn lifa eins og skuggar af skuggum annarra
Því sál þeirra er hlédræg og heldur sig á fjarlægum stöðum
tilveru þeirra skortir reisn og villidýrin forðast þá

Hlæjum því dátt saman að þeim
sem héldu á brott í leit að gulli og grænum skógum
því hræfuglar krunka í eyrum þeirra
og hillingar í eyðimörkinni leiða þá áfram
en hér höldum við áfram saman hópinn í vininni
hér var allt sem við þurftum
í okkur sjálfum


Gettóbössa strax

GhettoBusVæri ekki upplagt að koma nú á almennilegum almenningssamgöngum í höfuðborginni, með 5 mínútna fresti og flottum strætóum, með góðri músík og hressum bílstjórum.

Úr gettóunum, Breiðholti(Broadhill), Grafarvogi(Gravebay) o.s.frv. og niðrí bæ og úr einu gettói í annað, nú þegar allir þessir rándýru bílar verða á bak og burt, bara stanlaust fjör og hressileika.  Knýum þetta svo áfram með rafmagni, á spottprís, enginn gjaldeyrir þar.  Gerum nú eitthvað fyrir krakkana okkar, því þeim er eflaust farið að finnast við allleiðinleg.  Upp með fjörið í gleðiborginni Reykjavík.  Ég vil Gettóbössa strax.


Aðrar grunngerðir í bankastarfssemi eru til

Muhammad YunusÁ myndinni er stofnandi Grameen banka, Muhammad Yunus, sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2006.   Ég tel að það sé langt í land að Íslenskir bankastjórar fái friðarverðlaun Nóbels, kannski óvitaorða, ef til væri, sé verðugri.  Hugmyndina fékk þessi öðlingur 1974, á dögum mikillar hungursneyðar í landi hans og hún byggðist á að lána tekjulágum konum í Bangla Desh, sem er Islamskt ríki, svo þær gætu hafið atvinnurekstur og framfleytt fjölskyldum sínum.  Einfaldlega að styrkja grunnstoðir samfélagsins, sem eru blessaðar konurnar.  Svolítið róttæk aðgerð í karlasamfélagi Austurlanda fjær, en þetta hefur gengið glimrandi vel og á þessu ári hefur bankasamsteypan sótt fram í Bandaríkjunum.  Þeir sem vilja kynna sér þetta frekar, bara slá inn í leit á netinu "Grameen Bank og Muhammad Yunus eða fara á wikipedia.org  Þessi fíni kall virðist svo sannarlega hafa efni á að brosa.

Önnur gerð er svo Islömsk bankastarfssemi, sem getið var um lítillega í dagblöðum á þessu ári.  Hún byggist á því að Islömsk lög(sharia) leyfa ekki greiðslur á vöxtum, þegar lánað er fé.  Til frekari fróðleiks bendi ég á http://en.wikipedia.org/wiki/Islamic_banking.  Kannski getum við lært eitthvað af sonum Allah sem líka hafa verið úthrópaðir hryðjuverkamenn, rétt einsog við Íslendingar og kannski er vandamálið í heiminum bara gamla breska heimsvaldastefnan + bandaríska heimsvaldastefnan sem ríkt hefur frá lokum síðari heimsstyrjaldar, í skjóli eldflaugaskotpalla og ofneyslu.  Er ekki bara kominn tími á eitthvað annað en byssur og samfélagslega óábyrgann bankalýð, lýðskrumara og handónýt alþjóðastjórnmál, að það sé ekki alltaf sá sem hafi stærstar og flestar byssurnar sem ráði öllu, því einsog við sjáum öll færi betur ef það væri sá sem mest vitið hefði í samfloti við kærleiksríkt hjarta og að þetta tvennt fengi frið til að slá í takt.


Að opna kjaftinn uppá gátt

 Las blogg áðan, þar sem kona sagðist hafa gleypt tönn og þá rifjaðist upp fyrir mér að fyrir mörgum árum var ég illa sofinn og þunnur að gæða mér á hamborgara og opnaði kjaftinn aðeins of mikið, líklega af græðgi og vissi ekki fyr en kjálkarnir festust.   Sem betur fer var vinur minn með mér  og  saman fórum við í leigubíl uppá slysó.  Þegar vinur minn var búinn að innrita mig, því ekki gat ég talað, bara gapað, var ég beðinn að fá mér sæti.  Mér hefur sjaldan liðið jafn skringilega og þann tíma sem ég þurfti að sitja þarna orðlaus, sem var dágóð stund og ég hafði líka búist við að vera leystur úr þessu strax við komuna.  Ég var með undarlegann kjánahroll inní mér, án þess þó að geta hlegið, sem var kannski eins gott, því það hefði örugglega bara gert illt verra, það var einsog maður hefði verið hjá tannlækni og hefði gleymt að loka kjaftinum, þangað til þeir loksins leystu mig úr prísundinni, sem tók svo ekki nema svona 15 sekúndur.  Þannig eru tímarnir, barnið gott, þannig eru tímarnir.

Hýrir fjárfestar stofna trúarhóp

hairy beach dude for jesusLéttklæddir fjárfestar komu saman í Nauthólsvík í dag til að baða sig í sólinni, kom þetta fram í góðu fréttinni í fréttatíma Ríkissjónvarpsins.  Loðinn feitur kall, með svolítið hryðjuverkalegt yfirvaraskegg og risastórann kross virtist vera talsmaður hópsins.  Í viðtalinu við fréttamann sagðist hann vera búinn að tapa tveimur milljörðum og 52 krónum.  "Ég á bara eftir þessa sundskýlu sem ég er í og svo þennann kross sem amma mín gaf mér í fermingargjöf, en ég er hýr og ég held trúnni" sagði hann og benti á krossinn. "Jesú er okkar maður.  Búdda t.d. var alltof skynsamur og yfirvegaður, ekki tilfinningamaður einsog við.  Hann sat bara undir lífstrénu og fékk uppljómun og kom svo með skynsamlegar ráðleggingar hvernig ætti að losna frá þessu, einsog það væri nóg, engin þyrnikóróna, ekkert vesen, enginn sársauki.  Búdda var bara slæpingi, en Jesú var krossfestur og dó fyrir syndir okkar, líka peningagræðgina.  Áður var ég svona Elton Johntýpa, glamúr og kókaín og tæfur, en nú elska ég meðbræður mína og ég kem ekki aftanað þeim lengur, ekki til í dæminu, nei nú má líkja mér við úlfalda á leið í gegnum nálarauga", bætti þessi hressi og mikilúðlegi fjárglæframaður við, melódramatískur á svip. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband