Færsluflokkur: Bloggar
16.11.2008 | 14:43
Rekum burt allann illan anda úr landinu El spirito da revolution
Kannski þurfum við bara að fá Vúdu prest frá Hahítí (Ha ha hí hí tí), til að reka burtu illa anda frá landinu. Þá illu anda sem sviku landann fyrir glópagull. Í þessu youtubebroti birtist Screamin Jay Hawkins í öllu sínu veldi. Ég mæli með einum frænda hans, sem er víst eins og Obama, ef konan væri farin frá honum, börnin sveltandi á ruslahaugi í Þriðja heiminum og tengdamóðir hans með eitthvað helvítis kvabb, svona svipað og Skógarbjörn sem vakinn er í hýði sínu, þar sem hann hefur sofið : sæll og glaður og áhyggjulaus.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2008 | 01:10
Þetta hefst alltsaman í okkur sjálfum ! El spirito da revolution
Youtubebrotið er tileinkað öllum sem stóðu fyrir útifundinum í dag og þeim sem mættu og þeim sem hefðu mætt ef þeir hefðu getað ! Enga sektarkennd þið sem heima sátuð ! Þið mætið bara næst !
Við Íslendingar komum frá Noregi og norðanverðum Bretlandseyjum fyrir um 1100 árum, en löngu, löngu áður kom allt mannkynið frá Eþíópíu, samkvæmt nýjustu rannsóknum frá , Addis Ababa fyrir um 100.000 árum og þegar Bob Marley talar um Jah, skil ég það þannig að hann sé að tala um þann hlýja andblástur sem berst frá þeim rótum, svipað og móðir sem andar framan í barnið sitt (man einhver eftir því ?) En nú erum við hér á þessari eyju sem við köllum Ísland og þetta er okkar heimili og hefur fóstrað okkur öll þessi ár, stundum svolítið hörð fóstra, en fóstra þó. Hún hélt okkur allavega vakandi áður fyrr, en síðasta áratug höfum við verið svæfð og nú er Fjallkonan sem áður bar nafnið Álfadís komin fram á sjónarsviðið og heitir nú Grýla. Hvað Grýla gerir veit enginn ! Á breytingaskeiði einsog núna, er aldrei að vita hvað umbreytt Álfadísin gerir. Það mun tíminn leiða í ljós !
Ég sjálfur hata engann ! Hvorki á Íslandi né annarsstaðar ! En ég elska birtuna í öðrum og með því berst birta þeirra til mín og það fær mig til að brosa, herða upp hugann og halda áfram ! Annað væri bara einsog að vera á móti mengun og taka til þess ráðs að hætta að fíla súrefni ! Svo öndum léttar ! Þetta hefst alltsaman í okkur sjálfum !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2008 | 10:24
Með einkaþotu upp í rassgatinu !
Þetta brunaútsölulið er búið að spila út !
Það er með hendurnar útúr buxnaskálmunum
og með einkaþotu uppí rassgatinu !
Ekkert er eftir í spilastokknum nema við !
En við erum jú ÁSARNIR !
Nú er bara að leggja ÁSANA á borðið !
Mætum öll á Austuvöll kl. 15
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.11.2008 | 16:51
Skríllinn kann líka að dansa Konga og baka omelettur
og að ala upp börn
og krefjast breytinga með bros á vör !
Dagur Sigurðarson orðaði það þannig :
"Hugsjón"
Friður
Ást
Líf
Að lifa saman
vinna saman
leika saman
saman
saman umframallt saman (Gl 88)
"Hugðarefni Dags var að berjast fyrir þeim heimi sem birtist í ljóðinu; heimi friðar og bræðralags, réttlætis og jafnréttis, þar sem sérhver maður fær tækifæri til að njóta alls þess sem lífið hefur að bjóða. Honum var ljóst að markmiðið var víðs fjarri og hindranirnar margar, en hann lét ekki deigan síga heldur blés til sóknar."(tekið orðrétt af heimasíðu Mattíasar Viðars Sæmundssonar).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2008 | 00:40
Seðlabankastjórinn á eyju í Atlantshafi hefur lært flest af ömmu sinni !
"That I learned from my grandmother"
Þetta lærði ég af ÖMMU minni
Your grandmother what ???????
Amma þín hvað.....?
Man eftir frasa þegar ég var 10 ára "Amma þín hvað ?"
Þegar okkur strákunum fannst eitthvað ekki nógu svalt !
þá sögðum við "Amma þín hvað ?" Vorum með þetta á heilanum í marga mánuði.
Ég er viss um að þetta er eina viðtalið við nokkurn Seðlabankastjóra EVER
sem segir "That I learned from my grandmother"
Er hægt að vera meira N A Í V ?
Þetta er eitthvað svo ótrúlega lókal
ho ho ég veit það nú því AMMMMMMa sagði mér það þegar ég var lítill !
Þetta virkar mjög barnalegt og alls ekki traustvekjandi !
Mætti halda að hann væri ennþá í stuttbuxum
og Amma hans bíði eftir honum og leiði hann heim þegar viðtalið er búið ?
Hrokafullur, sjálfumglaður, lókal plebbi, með innistæðulausann Seðlabanka
talar um aðra sem óreiðumenn, með uppgerðarþjóðernissamúð,
en 300.000 breskir innistæðueigendur eru eflaust bara óreiðumenn að hafa lagt fé
sitt inn í slíka Óreiðubanka.
Óreiðumaður ársins er.............................................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 15:36
Þjóðstjórn strax, fram að næstu kosningum El spirito da revolution
Burt með helvítis (afsakið ýtti á vitlausann takka
ætlaði að ýta á himnaríkistakkann, hélt að þetta
væri bankaauglýsing með biskupnum) pakkið !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2008 | 11:18
I Scream, You Scream, We All Scream for Ice Cream
I Scream, You Scream, We All Scream
for Ice Cream
I Scream, You Scream, We All Scream
for Ice Cream
I Scream, You Scream, We All Scream
for Ice Cream
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fór á hraðlestrarnámskeið á Laugardagskvöldið !
Þar var hratt farið yfir sögu !
Nú get ég lesið miklu hraðar !
Las u.þ.b. 378 HAGFRÆÐIBÆKUR á Sunnudag, Mánudag og Þriðjudag.
Þau áttu ekki fleiri hagfræðibækur á HAGFRÆÐIBÓKASAFNINU !
Og ég fann lausnina !
Lausnin var að ...........
Láta kannski bara Lilju Mósesdóttur um þetta !
Því þó ég geti nú lesið hratt, þá gleymi ég jafnóðum því sem ég les, nema ég hafi sérstakann áhuga á viðfangsefninu !
Bara allt nema Milton Friedman !
Og Davíð sem Seðlabankastjóra !
Og Björn Bjarnason sem flónið í fílabeinsturninum !
Youtubebrotið er úr myndinni "Down By Law"
Leikstjóri : Jim Jarmusch
Leikarar :
"Roberto Benigni" leikur Roberto
"John Lurie"leikur Jack
"Tom Waits" leikur Zack
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Burt með Davíð strax í fyrramálið !
Konan hans hefði verið betri Seðlabankastjóri !
Konur til valda strax ! Þar á meðal konan hans Davíðs !
Talaðu við kallinn !
Hvurskonar þverhaus er þetta eiginlega ?
Lætur eins og smábarn, kominn langt á aldur !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2008 | 22:44
Setjum Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn á "HOLD" El spirito da revolution
Gefum okkur tíma til að tala við prest áður
og játum fyrir honum syndir okkar
Við borgum launin þeirra og það er nóg pláss undir teppinu
Brot úr myndinni "Night On Earth"
Leikstjóri "Jim Jarmusch"
"Roberto Benigni" leikur leigubílstjórann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)