Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
31.10.2008 | 14:10
Prestar landsins gerist förumunkar
Er ekki kominn tími til að prestar landsins boði nú fagnaðarerindið "On The Road", kasti nú frá sér Bók og Bens, Kellingu og Andlegri leti, safni hári, tali beint út frá hjartanu og sýni með eigin gjörðum að þeir séu reiðubúnir að fórna einhverju, eða þarf maður að mæta næsta Sunnudag með svipu í næstu kirkju, til að halda uppi aga.
Meistarinn sem þið þykist tala fyrir, braut sundur víxlaraborðin í musterinu í den. Hann var hugrakkur og boðaði byltingu !
En þið huggið ykkur við syndaaflausn hans á krossinum, en horfist ekki í augu við að dauði hans var bara pólitískt morð !
Er eins manns dauði bara annars brauð ?
Er krossfestingin og annað líf, undirstaða kristinnar trúar og annars væri engin kristin trú til ?
Eða er það fagnaðarerindið og fjallræðan og hinn lifandi maður, NÚNA, undirstaða kristinnar trúar ?
Haldiði virkilega að frelsarinn taki í hendina á ykkur, þegar þið loksins deyið og þakki ykkur fyrir alla væmnina ?
Er fagnaðarerindið bara vinalegt hjal í kokteilboði á vegum ríkisins ?
eða felst það kannski í laginu "On The Road Again"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2008 | 16:54
Íslenski Draum-órinn
Stórar Verksmiðjur
Stórir Kallar
Stórar Afurðir Úr Afturendanum
Hvar endar þetta allt saman ?
Þetta hefur náð enda !
Enda, er endaþarmurinn ekki endalaus, þó hann styðjist við langann þarm laganna
Eða erum við bara að spila "Löngu Vitleysu"....spila út
Þrátt fyrir alla okkar menntun og mátt ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.10.2008 | 16:14
Íslandsvinurinn Borat er kominn á klakann
Sacha Baron Cohen ætlar að sögn að gera nýja mynd um Borat og á hún að ske á Íslandi.
Í myndinni mun hann leika fulltrúa Bandaríska Seðlabankans sem kemur með í ferðatösku
stórt gjaldeyrislán
sem nota á til að reisa olíuhreinsunarstöð
í miðborg Reykjavíkur
Þig eruð alveg einsog Kasakstanar !
Þið eruð fínt fólk en fólk er fífl !
Fífl eru líka fólk, alveg einsog þið !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.10.2008 | 14:26
Verkalýðshreyfingin ??????????????????????????
Í Eden í Hveragerði býr lukkutröll Verkalýðshreyfingarinnar.
Áttavillt jarðtröll sem úthlutar sumarbústöðum
þó ekki yfir 400 fermetra
en innfalið er:
einkaþota, óheftur aðgangur að raunveruleikasjónvarpi, ókeypis tannlækningar, bæklingurinn "Hvað er hægt að gera í stöðunni ?" og síðast en ekki síst diskurinn með laginu "Knocking on heavens door"(bankað á bankanna dyr)
og einnig má nefna DVD Golden Edition þáttaröðina "Þjóðarsátt í blíðu og stríðu" eftir Ófeig Ófeigsson hagfræðing, sem núna reyndar starfar á leikskólanum "Kátir voru kallar" í Skerjafirði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.10.2008 | 01:07
Aldrei meira Kanarí....förum bara Færeyjar...í...........
og litli bróðir huggar oss
meðan Seðlabankinn um hábjartann dag er rændur
og hrokinn útsprændur
frá öðrum við fáum bara kaldann koss
hvað verður eiginlega nú um oss
annað en að reisa á loft níðsins hross
og finna út hver ekki verður dæmdur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2008 | 00:45
Charlie Chaplin í myndinni "Gullæðið" gæðir sér á öðrum skónum sínum
Í þessu broti úr myndinni "Gullæðið" gæðir Charlie og félagi hans sér á öðrum skónum hans Charlie og minnir þetta svolítið á kreppur fyrr á tímum á Íslandi. Undirleikinn annast Bítlarnir með laginu "Old Brown Shoe"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008 | 23:35
Charlie Chaplin flytur ræðu í lok myndarinnar "Einræðisherrans"
Mér finnst þetta ein besta ræða sem ég hef heyrt flutta. Flutt af eldmóði og þrá, ást og örvæntingu, von og trú, lífsþrótti og sannri tilfinningu fyrir því sem er mikilvægast. Hún er flutt undir lok myndarinnar "Einræðisherrans". Í þeirri mynd skopast Charlie að Hitler og nazismanum, en í þessari ræðu birtist manni húmanísk sýn hans á samfélög manna. Myndin er gerð árið 1940.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008 | 22:48
Charlie Chaplin og Nútíminn
Þetta YouTube myndband segir manni sitthvað um okkar tíma og Charlie klæðir dapurlegar staðreyndir nútímans í búning sprells og skops á listilegann hátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2008 | 21:56
Hugsaðu öðruvísi (Think Different)
"Think Different" var auglýsingaslagorð skapað fyrir Apple tölvufyrirtækið árið 1997 og notað í fræga sjónvarpsauglýsingu(ég tek það fram að ég er ekki að setja þetta hér fram til að auglýsa Apple), heldur til að vekja athygli á því, að í landinu skortir ekki aðeins gjaldeyri, heldur líka hugsjónir, eldmóð og sjálfstraust. Hverjar eru hetjur okkar, þá meina ég núlifandi. Væri ráð að leita til leikskólabarna eftir slagorði, ef gerð væri svona auglýsingamynd fyrir Íslensku þjóðina, (en ekki til að auglýsa vöru eða fyrirtæki) og hverjir ættu þá að birtast í henni ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2008 | 19:53
Eru til nægar birgðir af hláturgasi í landinu ?
Ég var í partíi með Birni Bjarnasyni um daginn, þar sem Sérsveitin kynnti nýja tegund af gasi.
Þetta var í handhægum brúsum og innihélt dósahlátur Seðlabankastjóra
Við ræddum um Araba og Talibana og dularfulla TERRORISTA langt frammá nótt
og skellihlóum....djöfulsins fjör
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)