Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Hingað en ekki lengra

 

Búin(n) að fá nóg af "Kjaftræði" "Fláræði" og  "Fíflræði"

Í Seðlabanka, Ríkisstjórn og Fjölmiðlum ?

Hvernig væri að halda Jólin bara strax í dag.

Klára þetta bara af  í  "Reykjavík"

Er ekki búið að reykja víkina nóg.

Sýnist þetta bara vera orðið "fullreykt" hangikjöt fyrir löngu. 

og þessir aðilar eru "fullseigir" í að reyna að breiða endalaust yfir klúður sitt með aumkunarverðum"björgunaraðgerðum".  Ef "Fjallkonan" Íslenska þarf á hjálp að halda þá trúi ég ekki að "klúðrararnir" séu sá prins sem hún óskar að bjargi sér.

Gefum bara hvort öðru tjald í jólagjöf og svo er bara að tjalda þarna fyrir utan.

Ekki meira "Krapp"

Meira "Rapp"

allir upp nú........................það er búið að sofa nóg.................þetta er okkar land

Meira "Stapp" og "Stál"

Stappa niður fótum.

"Hingað en ekki lengra"


Góðann daginn

Ef barnið í vagninum hefði mál segði það eflaust "Burt með Ríkisstjórnina"

og væri sammála Jóhönnu að fólk hefði rétt til að mótmæla.

Er ekki komið nóg af "Meðælum"

og "Meðmælum"

Það eru engin meðmæli til eða voru nokkurn tíma til með þessari stjórn.

"Ó"stjórnin er bara fóstur sem dáið hefur í móðurkviði

en Fósturjarðarinnar frísku börn eru ennþá á lífi.

"Góðann daginn" 

og "Blessaðann"


mbl.is Vilja ríkisstjórnina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífvera - Spendýr - Mannvera

Í dag datt mér í hug að líta fyrst og fremst á mig sem Lífveru, en ekki bara sem Mannveru, Karlveru, Fjölskylduveru eða Þjóð (félagsveru).

Það fyrsta sem ég tók eftir hjá mér sem Lífveru er að ég anda og gæti þessvegna haft "anda" (spirit).

Það næsta er að ég hef hjarta.  Ég finn það slá og pumpa blóði um mig allann, sannkölluð "Lífsbjörg".  Stundum hitnar blóðið í mér, t.d. þegar ég er reiður (ó boy) sem gerist reyndar örsjaldan, kannski ætti ég að vera reiður yfir hvað ég verð sjaldan reiður ?   En annars eru svo margar aðrar hræringar, reiði er bara nauðvörn, frumstæðasti varnarháttur manna og dýra.  Húmor og ákveðni eru til lengri tíma litið vænlegri brögð í allri baráttu.  Svo hitnar blóðið líka þegar tónlist fær mig til að hrista útlimina í allar áttir og þegar einhver grætur og þegar einhver hlær.

Á undan því að vera mannvera er ég auðvitað Spendýr með heitt blóð.

Raunverulega er ég eitt stórt samvinnufélag allskonar fruma og líffæra, sem færðu mig í þennann búning sem ég er.

Ég er þessi líkami sem stöðugt breytist og að lokum hverfur.

Svipað og Kanína úr pípuhatti töframanns sem enginn veit hvernig birtist og síðan "púff" horfin, oní pípuhattinn á hverri nóttu, inn í land draumanna, sem líkt og á daginn hýsir ýmiskonar verur, bæði fráhrindandi og einnig þær sem maður myndi vilja eyða öllum tímanum með í friðsæld, glaðværð og hlýju.

Þetta eru töfrar og til að undirstrika það færast munnvik mín upp báðumegin og ég brosi.

Það eru engar beinar línur til nema í reikningsbókum, allt sveigist í tíma, því ef það hefur enga sveigju þá hefur það enga beygju.  Sveigjanleiki án undanlátssemi og ákveðni án eftirgjafar vil ég tileinka mér sem Lífvera.


Landnám aftur á Íslandi 2

Kalda stríðinu er nú lokið !

Heita stríðið er hafið !

Kaldri hæðninni er að fullu lokið !

En heita hæðnin er hafin

yfir allann grun ?

Reka bara út puttann og húkka næsta trukk og fara svo hringinn kringum eyjuna sína fögru.

Nú er það bara "Karamba" og Svalbarðaþátta Kjánahrollur

Lífshrollur eilífrar sælu hins besta mögulega heims allra heima.

 


Heilög Barbara verndardýrlingur Bolungarvíkurganga.

Inná vef vikublaðsins "Bæjarins Besta" þann 4.des er frétt sem ber yfirskriftina "Barbara heiðruð í Bolungarvíkurgöngum"  Þar er sagt frá því að Slóvenskir jarðgangamenn haldi daginn hátíðlegann vegna heilagrar Barböru verndardýrlings námumanna, stytta hafi verið sett inn í jarðgöngin og kaþólskur prestur blessað líkneskið.  Mér fannst þetta gleðilegasta frétt gærdagsins.

 


Sjóræningjamynd hvað annað ?

Á ferð minni gegnum tímann og veruleikann hef ég haft einna mest gaman að sjóræningjamyndum, þar sem skemmtilegir bardagar koma við sögu og dásamlega fagrar konur, en undanfarið hef ég þó orðið var við þann anda meðal hluta almennings sem í þannig myndum býr og það er alveg frábært.  

Ríkisstjórnarsamstarfið minnir þó á lélega þannig mynd, ekki B-mynd heldur svokallaða Ö-mynd eða ÖMURLEGA-Sjóræningja-Ómynd 

Eru skipin ekki að leggjast hvort að öðru og síðan er krókunum kastað, svo festast þau saman í faðmlagi dauðans, enginn tími fyrir kossaflens þar eins og í upphafi ?

Eða verður einhver (hver ?) látinn ganga plankann ?

Eða er hafið kannski ekki tilbúið að taka við þessu ómeti ?

 

Myndbrotið sýnir Kalifornísku söngkonuna Alela Diane syngja lagið The Pirate´s Gospel. 

Mér datt svona í hug Nauthólsvík þegar ég sá þetta brot áðan og fyrst að Jésú gat gengið á vatni, hljóta Hafmeyjur að geta gengið á land úr hafinu og inní Reykjavík, hina Norrænu "Borg Englanna" og fært henni að gjöf silfur hafsins, kuðunga, skeljar og aðrar gersemar og fiskanna okkar sem við áður veiddum í friði og spekt, án þess nokkur skipti sér af því né taldi sína einkaeign.


 


Landnám aftur á Íslandi ?

Hvernig væri að við leigðum nokkur skemmtiferðaskip og notuðum ennfremur skuttogarana og fiskiskipin okkar, færum svo öll um borð, 330.000 manns, allur helvítis ættbálkurinn og sigldum svo hring um eyjuna og næmum hér svo land aftur ?

Eflaust yrði einhverjum fleygt fyrir borð á leiðinni en eins og maðurinn og konan sögðu og börnin öll í kór:  Farið hefur fé betra............meeeeeeeeeeeeeeeeeeee

Gætum haft einhverja lukkufugla með okkur, sleppt þeim og ef einhver þeirra kemur aftur, þá er allt í lagi og landvættirnir ekkert reiðir, en ef ekki þá er það bara Karabíahafið til að ná í gullið inná bankaleyndarreikningnum og garga "Karamba" á Kútter Haraldi......

og allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó og hver einasta kelling hún barasta skellihló hún hló hún hló hún skelli.......

skell-ti í rassgatið á púkanum á fjósbitanum....lægstvirtum stjóranum og sagði: 

"Á þig og þína líka hef ég aldrei trúað og það virðist sama hvað á ykkur er púað, en nú er bara að snúa uppá ykkur nefið svo úr ykkur tæmist óheilinda slefið."

Myndbrotið bar nafnið "Sneezing Panda" inná Youtube.  Af hverju gefa Kínverjar okkur ekki Pandabirni ?  Telja þeir að við séum ekki ennþá orðin nógu fullorðin sem þjóð til að annast þá eða vantar bara dýragarð.  Væri ekki upplagt að opna dýragarð eða kannski "mannagarð" með öllum þeim furðulegu kvikindum í mannslíki sem spillt hafa okkur og alið á skít.


Fyrsti Seðlabanki í Evrópu: Banki Heilags Anda í Róm

Banki Heilags Anda var banki stofnaður af Palla V páfa þann 13. Desember árið 1605.  Bankinn var fyrsti Þjóðbankinn (þjóðbankar á fyrri tímum voru í raun Seðlabankar) í Evrópu, einnig fyrsti innlánabanki fyrir almenning í Róm og elsti samfellt starfandi banki í Róm allt þar til að samruna kom árið 1992.

Byggingin sem hýsti bankann var síðar kölluð Bankahöll Heilags Anda og strætið sem hún stóð við var síðar kallað Bankastræti.

Hinn nýstofnaði banki kom á nýjum fjármögnunarleiðum fyrir Höfuðspítala (Archhospital) Heilags Anda sem komið hafði verið á fót 1201, en fjárhagserfiðleikar hans höfðu aukist alla 16. öldina og árið 1607 sá bankinn um fjármálahlið spítalans sem svo aftur átti sjálfann bankann.

Frá 20. Febrúar árið 1606 til 1923 sá bankinn fyrir fjármagni til að reisa kirkjur og spítala í Róm, en árið 1750 endurskipulagði Benedikt páfi 14 (((sem er þekktur fyrir fordæmingu sína á ofurvöxtum Usury og með því að smella á tengilinn að framan er hægt að komast að því meðal annars að á fyrsta Nicaeuþinginu árið 325 var klerkum bannað að taka þátt í að innheimta óhóflega vexti, sem á þeim tíma var miðaður við allt yfir 1% ? og síðar átti þetta einnig við um leikmenn.)))   bankann og setti skorður við lánastarfssemi hans.

Árið 1786 var bankinn einn af þeim fyrstu að gefa út pappírspeninga, en svo aftur seinna eða árið 1935 náði Fasistastjórnin á Ítalíu undirtökum í stjórn bankans.

Á þriðja áratugnum uppgvötuðu Napolínskir bankaræningjar fyrir algjöra tilviljun þegar þeir reyndu að grafa sér leið inní neðanjarðarhvelfingar bankans, beinagrindur fórnarlamba kólerufaraldursins frá árinu 1836.  Sá staður sem beinagrindurnar fundust á er nú þekktur sem Fontanelle kirkjugarðurinn.  Ef einhver hefur áhuga á að skoða hvað Fontanelle þýðir, þá er bara að smella á linkinn.

Loks árið 1992 rann Banki heilags Anda saman við Banco di Roma, en hafði áður sameinast Cassa di Risarmio árið 1989 og nú fékk bankasamsteypan nafnið Banca di Roma, sem síðar rann saman í aðra bankasamsteypu árið 2002 og allt óheilaga klabbið hét svo Capitalia , en þetta var ekki endirinn því árið 2007 í Maí (kannski 1. Maí ?) samþykkti Capitalia yfirtöku Unicredit, sem varð svo annar stærsti banki á Evrópska Efnahagssvæðinu og sá sjötti stærsti í heimi.

Ég held að það sé ekki annað hægt en að setja stórt spurningamerki við "Frelsi Fjármagnsins" en við "Frelsi Heilags Anda" set ég ekkert spurningamerki, því ég tel að hann sé hverjum manni hollur og það frelsi sem hann veitir sé varanlegt enda er hann ókeypis og í boði fyrir alla menn jafnt, án vaxta eða skulda síðar.  Kannski er þetta bara munurinn á því að vera "Skepnumaður" eða "Mannskepna" og bara að vera "Maður".  Ég held að það sé bara best, eftir "alltsaman" 

Myndbrotið er eftir: Emir Kusturica & The No Smoking Orchestra og ber nafnið "Unza Unza Time", sem ég reyndar veit ekkert hvað þýðir, nema að time þýðir tími, en hvað tími þýðir í rauninni hef ég ýmsar hugmyndir en enga endanlega niðurstöðu og kannski er það bara það sem tíminn í rauninni er.

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband