Forseti og Glitnir og Heligoland

Tekið af vef Ásatrúarfélagsins :

Forseti: Goð sátta og réttlátra dóma. Forseti er sonur Baldurs og Nönnu. Bústaður hans heitir Glitnir. 

Þetta nafn Glitnir vísar til einhvers sem glitrar og er alls óviðeigandi á peningastofnun, byggðri á glópagulli, því upphaflega er átt við hús byggt úr gimsteinum, sem frá geisla sættir og réttlátir dómar.

 

Annað athyglisvert sem ég fann : Heligoland

Lítil eyja í suðausturhorni Norðursjávar.  Íbúar:1650.  Hét áður Heilagaland, að talið er vegna langra tengsla sinna við goðið Forseta.  Auk Þýsku tala eyjarskeggjar sem eru Frísar, sína eigin mállýsku, Heilaglandísku, sem er hluti af Norður-Frísnesku.  Núna eru þetta tvær eyjur, en voru áður samtengdar, allt til 1720, þegar rof kom á milli,  í miklu stormflóði.  Þarna er mjög milt loftslag, næstum laust við frjókorn, hentugt fyrir fólk með ofnæmi og ræktaðar hafa verið þarna fíkjur frá 1920.  

Eyjarskeggjar hafa eigin fána og byggð virðist hafa verið þarna frá forsögulegum tíma.

Þeir sem vilja kynna sér þetta frekar geta smellt á tengilinn fyrir ofan, en ég ætla einungis að geta þess sem mér þótti athyglisvert, en það er útfrá sögu þeirra:

Sem hluti af Þýska Keisarveldinu, var á eyjunum staðsett stór hernaðarbækistöð Þýska sjóhersins og í Fyrri heimstyrjöldinni voru eyjarskeggjar fluttir uppá meginlandið og þeir snéru ekki aftur fyrr en 1918, en á valdatíma Nasista var sjóbækistöðin endurræst og á eyjunum voru líka vinnufangabúðir, sem kallaðar voru Lager Helgoland.

Á meðan Síðari heimsstyrjöldin stóð yfir, hírðust eyjarskeggjar í hellum, til að verjast loftárásum bandamanna og flestir sem létu lífið voru, þeir sem mönnuðu loftvarnarbyssurnar.

Frá 1945 til 1952, voru óbyggðar eyjurnar notaðar sem sprengjuæfingasvæði.  Þann 18. April 1947, sprengdi hinn "Konunglegi Breski Sjóher" 6.800 tonn af sprengiefni ("Big Bang" eða"Breska Bomban") sem skapaði eina stærstu kjarnorkusprengjulausu einstöku sprengingu í sögunni.  Sprengingin hristi eyjuna margar mílur niðrí undirstöðurnar og breytti varanlega lögun hennar.

 Árið 1952 var eyjunum skilað aftur til Þýskra yfirvalda, sem urðu að hreinsa upp, gífurlegt magn af ósprungnu sprengiefni, endurhanna landslag eyjunnar og endurreisa húsin, áður en íbúarnir gátu flust þangað aftur.

Heilagaland er nú ferðamannaparadís, sem nýtur (tax exempt status), þar sem það er hluti af Evrópusambandinu, en undanskilið (EU VAT area) og (custom union) og þarafleiðandi, er mikill hluti efnahagsins byggður á sölu sígarettna, áfengra drykkja og ilmvatna, til ferðamanna sem sækja eyjurnar heim.

 


 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Já þetta er aldeilis áhugavert. Ég rakst einhvern tíma sjálf á bók (gefin út af lonely planet) um sjálfstæð smáríki sem ekki eru viðurkennd af sameinuðu þjóðunum. Þar kenndi ýmissa áhugaverða grasa og hundadagakonunga.

Anna Karlsdóttir, 9.11.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband