Gamaldags póli-TÍK

Í grein í Fréttablaðinu í dag, á blaðsíðu 10 og 11, er grein eftir þá Magnús Árna Skúlason og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, sem ber yfirskriftina "Þurfum að halda í bjartsýnina" og er ég algjörlega sammála yfirskriftinni, en sú klausa sem ber yfirskriftina "Gamaldags pólitík" er eftirtektarverð :

 

"Í gegnum samskipti sín við embættismenn í Evrópu hafa þeir einnig fengið að vita að myndin af Íslandi sé ekki á þann veg sem við myndum vilja mála hana. "Okkar heimildir, bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum segja okkur að verið sé að tala um Marshall-aðstoð við Íslendinga," segir Magnús. "Það er svo bara sagt að það sé ekki hægt að ræða við íslensk stjórnvöld. Í vikunni var fundur í Brussel með Þórunni Sveinbjarnardóttur og góðum hópi embættismanna, sem okkur er sagt að hafi farið bara nokkuð skammlaust fram. Hins vegar var fundur í síðustu viku með Árna Mathiesen sem var víst bara skelfilegur," segir Magnús.

Hann bætir við að þeir Evrópubúar sem þeir hafi talað við skilji ekki kaldastríðspólitíkina sem stunduð sé á Íslandi með því að tilkynna lán frá Rússlandi, sem var þó ekki í hendi. "Evrópubúar eru mjög ósáttir við að Íslendingar ætli að rjúfa einingu Evrópu með þessum hætti og þykir þetta gamaldags pólitík."

 

Ég vil einnig að menn og konur hugleiði hvar í veröldinni annarsstaðar en hér sé Seðlabankastjórinn gamaldags pólitíkus, með gamaldags hugsunarhátt, sem tilheyrir löngu liðnum tíma, en hér fær hann að daga uppi eins og nátttröll, í einu mikilvægasta embætti þjóðarinnar og talar um "Óreiðumenn" og "Það lærði ég hjá Ömmu minni".  Það mætti halda að Seðlabankinn sé forngripasafn og helsti forngripurinn sé Forstöðumaður safnsins.

Ef einhver getur bent á þau þjóðríki þar sem þetta tíðkast, þá er það vel þegið.

Ríkisstjórnin virðist ekki geta komið sér saman um hver eigi að víkja !

Forsætisráðherra virðist eiga í mestum vandræðum, því enginn annar virðist geta rekið hann, nema hann sjálfur og ég skil það vel, því það er erfitt að skilja svo við sjálfan sig, að maður segi sjálfum sér upp !

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Venesuela kemur upp í hugann.. ætli Davíð vilji láta líkja sér við Hugo Sanches ?

Óskar Þorkelsson, 16.11.2008 kl. 17:42

2 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Hugo Dabbi Oddson.  "A very ODD son of a .........

Sló orðinu "odd" inná goggle og fékk merkilega niðurstöðu, úr annarri efstu niðurstöðu leitarinnar,  sem mér finnst eiga að sumu leyti við okkar ástkæra Seðlabankastjóra :

A pattern of negativistic, hostile, and defiant behavior lasting at least six months during which four or more of the following are present:

1. Often loses temper

2. often argues with adults

3. often actively defies or refuses to comply with adults' requests or rules

4. often deliberately annoys people

5. often blames others for his or her mistakes or misbehavior

6. is often touchy or easily annoyed by others

7. is often angry and resentful

8. is often spiteful and vindictive

The disturbance in behavior causes clinically significant impairment in social, academic, or occupational functioning.

Máni Ragnar Svansson, 16.11.2008 kl. 18:06

3 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Oppositional Defiant Disorder (ODD)

Máni Ragnar Svansson, 16.11.2008 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband