Stirfni, Græðgi og Heimska Allt er þegar þrennt er Sannkölluð Óheilög Þrenning

Hefði verið hægt í tæka tíð að koma erlenda hluta bankastarfseminnar fyrir í dótturfélögum erlendis ?

Fólst þetta í úrræðaleysi og stirfni Íslenskra ráðamanna í samskiptum sínum við erlend yfirvöld ?

Er Seðlabankastjórinn ennþá Forsætisráðherra ?

Hefur stirfni hans kostað okkur ómældar fjárhæðir ?

Var einhver tregða hjá stjórnendum bankanna að koma á dótturfélögum erlendis ?

Og ef það var þá af hverju ?

Var þetta allt samkrullað við hátt vaxtastig á Íslandi ?

Erum við sem þjóð sek um þetta ?

Eða eru sumir meðal okkar að nota okkur sem sektarlömb ?

Á það að vera hlutskipti okkar að vera SEKTARLÖMB annarra sem sýnt hafa ómælda STIRFNI  voru fullir af GRÆÐGÐI og kórónuðu þetta svo með sinni persónulegu HEIMSKU 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... við, þjóðin erum ekki sek... var einhver sem sagði okkur að útrásarvíkingarnir hefðu veðsett okkur ? vissum við að hver einasti Íslendingur myndi þurfa að borga 4-5 milljónir pr. haus vegna skulda sem þeir stofnuðu til erlendis?... það held ég ekki... og þeir sem við kusum til að sjá um að gæta hagsmuna okkar, þjóðarinnar, fólksins í landinu... gerðu það ekki... þeir brugðust okkur.... við getum aldrei verið sek í þessu máli...

Brattur, 17.11.2008 kl. 23:08

2 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Ég tel mig ekki seka um að hafa eitt peningum í mikinn óþarfa, enda á ég 12 ára bíl  sem er með 4 dekk og vél sem gengur. Það voru sko ekki allir á eyðslufylliríi.

En það voru margir sem tóku lán(keyra á 5 milljóna bílum með húsvagn aftaní  og héldu að þeir gætu borgað þau sem reynist örugglega mörgum erfitt.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 18.11.2008 kl. 00:16

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Auðvitað erum við ekki sek um það Ponzy Scheme, sem var í gangi og eigum ekki að hljóta þennan dóm. Sek um traust á yfirvöldum? Sek um einfeldni? Já. Velkominn í bloggvinahópinn annars, gamli nágranni.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2008 kl. 12:14

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski lýsir svarti riddarinn okkur best.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2008 kl. 12:19

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Auðvitað erum við ekki sek, en samt munum við borga brúsann um ókomna tíð. Það er nefnilega ekki mikið réttlæti til í heiminum og flestir hugsa fyrst um sjálfan sig. Sökudólgarnir eru fyrir löngu búnir að koma sínar eignir úr landi.

Úrsúla Jünemann, 18.11.2008 kl. 15:29

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Við erum ekki sek. Velkomin í bloggvinahópinn

Kristín Gunnarsdóttir, 18.11.2008 kl. 15:43

7 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Nei það er nefnilega málið !  Og við erum heldur ekki heimsk !  Taflið hefur snúist við !  Einsog á nautaati !  Áður vorum við nautið, en andstæðingur okkar hélt sig nautabanann, en nú hefur það rétta komið í ljós.  Það erum við sem erum nautabaninn og andstæðingur okkar er stirt, gráðugt og afspyrnu heimskt naut, sem bíður þess einungis að vera lagt að velli !   

Máni Ragnar Svansson, 18.11.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband