Vantrauststillaga til umræðu ! Þarf eitthvað ræða það frekar?

Úr Fréttablaðinu 21.Nóvember á því herrans ári 2008:

"Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hafa ræðst við um að bera fram sameiginlega vantrauststillögu á ríkisstjórnina."

"En ríkisstjórnin á auðvitað ekki annað skilið en að slík tillaga sé borin fram" Heyr heyr

"Steingrímur segir að viðkvæm staða sem uppi var vegna samkomulagsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hafi haldið aftur af mönnum en eftir gærdaginn þurfi í raun ekkert að koma í veg fyrir að tillagan verði borin upp"

 

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvaða Alþingismenn stjórnarflokkanna munu samþykkja þessa tillögu !

Sýnið nú KRAFT  DUG  og ÞOR.  Þið Alþingismenn sem eruð menn með mönnum !

Möguleiki er að setja saman starfhæfa Ríkisstjórn með ykkar stuðningi !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og eftir hverju eru þeir að bíða!

Þeir standa þarna í skítalyktinni og aðhafast ekkert. Jaðrar við samsekt stjórnarandstöðuflokkanna eins og málum er háttað.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 12:43

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ætli sumir séu ekki að klóra sér í afturendanium eins og þeir hafa alla tíð gert, þessir fjandar og ekkert hefur komið útúr því nátturulega, frekar en öðru.

Kærleikur til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 21.11.2008 kl. 13:54

3 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Kærleikur til þín líka Kristín.  

Eggert.  Við höfum 2 möguleika á stjórn.  Samsteypustjórn, stjórnarandstöðu og þeirra þingmanna stjórnarinnar sem styðja vantraust.  Sú stjórn kæmist ekki á fyrr en síðar og hún væri kannski of veik, til að standast holskeflu vandlætingar peningamarkaðsjóðs fólksins, sem hingað til hefur fundist það of fínt, til að fara á Austurvöll og mótmæla, en á næstu vikum á það fólk eftir að láta meira í sér heyra.

Eða þjóðstjórn fram að kosningum. Það myndi létta mjög á þjóðinni, að stjórnin væri tímabundið ekki tengd neinum ákveðnum stjórnmálaflokkum og Alþingi gæti samþykkt eða ekki, það sem hún leggði fram fyrir þingið, án þess að fara eftir einhverjum flokkslínum.  Spurningin er bara hver á að skipa hana og hverja á að skipa í hana ?  Ég vísa til annarra með úrlausn á því.

Máni Ragnar Svansson, 21.11.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband