Bigfoot í Bæjarstaðaskógi

StórfóturStórfótur sást í morgun í Bæjarstaðaskógi.  Þýskir ferðamenn létu þjóðgarðsvörð í Skaftafelli vita undir hádegi að þeir hefðu séð risastórann mannapa  á ferð í lúpínubreiðu í útjaðri skógarins.  Smelltu þeir af honum mynd sem þeir sýndu honum og undraðist hann stórum að slíkar kynjaskepnur væru þar á ferð.  Hann sagðist hafa heyrt sögur af því að á öldum áður hefðu Einhyrningar sést í Þórsmörk, en um mannapa væru engar skráðar heimildir.  Síðar um daginn kom í ljós að þetta var einn af starfsmönnum Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins í grímubúningi.  Skýring hefur ekki enn  fengist frá sjóðnum á háttalagi starfsmannsins, þó ítrekað hafi verið eftir því leitað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband