Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Setjum Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn á "HOLD" El spirito da revolution

Gefum okkur tíma til að tala við prest áður

og játum fyrir honum syndir okkar

Við borgum launin þeirra og það er nóg pláss undir teppinu

Brot úr myndinni "Night On Earth"

Leikstjóri "Jim Jarmusch"

 "Roberto Benigni" leikur leigubílstjórann


Hagfræðingar Íslands sameinist í einni niðurstöðu El spirito da revolution

Konur eruð þið ekki orðnar svolítið leiðar á þessum uppblásnu hagfræðinga gáfnaljósum, hver með sína sérvisku, meðan börnunum ykkar er stefnt í voða ?  Er ekki að fara að koma tími til að ákveða hvaða hagfræðing á að taka í bólið og hverjir eiga að ylja sér á því sem úti frýs ?

tekið af bloggi Láru Hönnu Einarsdóttur :

Svartfellingar til fyrirmyndar
Óþarfi er að rífast um, hvort taka megi upp evru einhliða eða ekki. Það hefur verið gert án þess að spyrja kóng eða prest. Svartfjallaland gerði það með góðum árangri. Ráðgjafi landsins var Daniel Gros, forstöðumaður Centre for European Policy Studies í Bruxelles. Hann hefur skoðað Ísland og segir bezt að gera það sama hér. Ekki þegar um hægist. Heldur núna strax. Hann vill ekki lánið frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, sem hann segir gera illt verra. Hann segir Ísland geta útskýrt upptöku evru fyrir eigendum hennar sem neyðarráðstöfun. Sem fyrsta skrefið að innleiðingu evrópskra mannasiða.

 

Sýnum :        KRAFT    DUG     OG    ÞOR


Karlmenn leggjum niður völd ! El spirito da revolution

og stofnum hljómsveit eða eitthvað !  Davíð gæti skrifað barnabók !  Björn Bjarnason gæti leikið í hryllingsmynd !  Árni gæti gerst dýralæknir í Kongó og Geir gerst handritshöfundur að nýrri Íslenskri Leiðar-ljósaseríu ! 

Burt með alla leiðinlegu kallana.  Gerumst fyrsta þjóðríkið, þar sem allar toppstöður í stjórnsýslunni

eru mannaðar konum !

Tökum einhliða upp aðra mynt, því það er ódýrara.

Húsmæður !  Að heiman og heima.  Sýnum hagsýni í verki !

Því það er eina hagfræðin sem við þurfum að kunna !

og hana kunnið þið !

 

Sýnum :        KRAFT    DUG     OG    ÞOR


Bankahrun dauðans El spirito da revolution

Þetta myndband er tileinkað litlu frænku minni henni Silju, sem alltaf brosir og hefur svo stórt hjarta.  KVENNABYLTING :  JÁ  TAKK

 


Forseti og Glitnir og Heligoland

Tekið af vef Ásatrúarfélagsins :

Forseti: Goð sátta og réttlátra dóma. Forseti er sonur Baldurs og Nönnu. Bústaður hans heitir Glitnir. 

Þetta nafn Glitnir vísar til einhvers sem glitrar og er alls óviðeigandi á peningastofnun, byggðri á glópagulli, því upphaflega er átt við hús byggt úr gimsteinum, sem frá geisla sættir og réttlátir dómar.

 

Annað athyglisvert sem ég fann : Heligoland

Lítil eyja í suðausturhorni Norðursjávar.  Íbúar:1650.  Hét áður Heilagaland, að talið er vegna langra tengsla sinna við goðið Forseta.  Auk Þýsku tala eyjarskeggjar sem eru Frísar, sína eigin mállýsku, Heilaglandísku, sem er hluti af Norður-Frísnesku.  Núna eru þetta tvær eyjur, en voru áður samtengdar, allt til 1720, þegar rof kom á milli,  í miklu stormflóði.  Þarna er mjög milt loftslag, næstum laust við frjókorn, hentugt fyrir fólk með ofnæmi og ræktaðar hafa verið þarna fíkjur frá 1920.  

Eyjarskeggjar hafa eigin fána og byggð virðist hafa verið þarna frá forsögulegum tíma.

Þeir sem vilja kynna sér þetta frekar geta smellt á tengilinn fyrir ofan, en ég ætla einungis að geta þess sem mér þótti athyglisvert, en það er útfrá sögu þeirra:

Sem hluti af Þýska Keisarveldinu, var á eyjunum staðsett stór hernaðarbækistöð Þýska sjóhersins og í Fyrri heimstyrjöldinni voru eyjarskeggjar fluttir uppá meginlandið og þeir snéru ekki aftur fyrr en 1918, en á valdatíma Nasista var sjóbækistöðin endurræst og á eyjunum voru líka vinnufangabúðir, sem kallaðar voru Lager Helgoland.

Á meðan Síðari heimsstyrjöldin stóð yfir, hírðust eyjarskeggjar í hellum, til að verjast loftárásum bandamanna og flestir sem létu lífið voru, þeir sem mönnuðu loftvarnarbyssurnar.

Frá 1945 til 1952, voru óbyggðar eyjurnar notaðar sem sprengjuæfingasvæði.  Þann 18. April 1947, sprengdi hinn "Konunglegi Breski Sjóher" 6.800 tonn af sprengiefni ("Big Bang" eða"Breska Bomban") sem skapaði eina stærstu kjarnorkusprengjulausu einstöku sprengingu í sögunni.  Sprengingin hristi eyjuna margar mílur niðrí undirstöðurnar og breytti varanlega lögun hennar.

 Árið 1952 var eyjunum skilað aftur til Þýskra yfirvalda, sem urðu að hreinsa upp, gífurlegt magn af ósprungnu sprengiefni, endurhanna landslag eyjunnar og endurreisa húsin, áður en íbúarnir gátu flust þangað aftur.

Heilagaland er nú ferðamannaparadís, sem nýtur (tax exempt status), þar sem það er hluti af Evrópusambandinu, en undanskilið (EU VAT area) og (custom union) og þarafleiðandi, er mikill hluti efnahagsins byggður á sölu sígarettna, áfengra drykkja og ilmvatna, til ferðamanna sem sækja eyjurnar heim.

 


 

 

 


Gleym mér ei

 

Lífið er bara eitt stórt ástarævintýri
segir meistarinn
Tak því þennann kross og gakk

Sjáið þið ekki að þessi kross
stingst líkt og sverð í jörðina
allt að kjarnanum
í miðju jarðarinnar

sem er hjarta móður minnar
sú sem fæddi mig af sér


Tak þennann kross og gakk
því það er sverð þitt

Með því klýfur þú allt
sem hindrar að ást föðursins
berist til móðurinnar

Því það er hjarta hennar sem
blæðir

Sjáið þið ekki að hún fellir tár
þar sem hún felur sig í kvöldskugganum


Allir eiga ekki nema eina móður
og einn föður og í hjarta
sérhvers manns er fólgin
eining þeirra


Líttu því ekki á þjáninguna
sem eitthvað persónulegt
þér einum viðkomandi


Líttu frekar á þig sem
eitt af tárum móðurinnar
skapað af ástarhug og söknuði
og þögulli bæn um nánd

Fyrr en síðar mun svo þetta tár
falla á enni föðursins
mitt á milli augna hans

Þegar hann vaknar svo upp
og reynir að sjá hvað það er
sem fallið hefur á enni sitt

Sér hann að það er blóm
og hann stynur upp nafn þess
"Gleym mér ei"


Líf þitt er því bara eitt stórt ástarævintýri


Því í sál þinni býr barnslegur
og glaður engill
sem dag hvern eys í skálar ástarinnar

eina skál fyrir móður sína
og eina skál fyrir föður sinn

"Ég er vegurinn" segir faðirinn
"Ég er sannleikurinn" segir móðirin
og er þau tvö klingja saman
skálum sínum í hjarta sonarins
heyrist undurfagur tónn

í þeim undurfagra tón
hefur fuglinn Fönix sig á loft
og af goggi þess fugls
eru mælt fram síðustu orð meistarans

"Ég er lífið"

Síðan tekur sá fugl flugið
frá Hauskúpuhæð(Golgata)
og svo útyfir ruslahauga
Jerúsalemborgar(Gehenna)

Hverfur síðan útyfir fjöllin í fjarska
þangað sem engin orð ná

------------------------------------------

Tileinkað

Föðurmissi, dótturmissi, sonarmissi, móðurmissi, ástkonumissi, ástmannsmissi allra manna

Öllum missi og  trúarlegum, pólitískum, landfræðilegum o.s.frv. aðskilnaði allra manna

Milli þess sem elskar og þess sem er elskaður

Megi allt sem veldur þessum missi og aðskilnaði verða klofið sundur af sverði þjáningar okkar allra

Allt frá kjarna plánetu okkar í miðju jarðarinnar sem er hjarta móður okkar

Inní ómælisdjúp hjarta föður okkar í vitund hins óþekkta


Stefán frá Möðrudal biður að heilsa

Stefán frá Möðrudal

 

Ef Stórval væri nú kominn 
Þá væri sko fjör
En nú spilar hann á himnum
við meistarans fótaskör

Sumir koma aldrei aftur 
en lifa þó með okkur enn
Af gullhjarta þeirra geislar
bregður birtu á götur og menn


Nýjar slóðir

Mig langar ekki að vera
kaldhæðinn efahyggjumaður
sem fylgir í humátt á eftir hjörðinni

Ég vil trúa á eitthvað
sem er í mér sjálfum

Þó allt sé í myrkri
og allt fólkið blint
þá vil ég opna augun

Þó leiðin liggi uppímót
er ég tilbúinn að
stíga skrefin

Sem alltaf hafa verið þarna
meðan ég svaf

Ljómalind

 

Dansað við dauðann
Sauðamann svartann
Úr rauðum augum hans
Logafans
Dauðans

Ekki hræddur litli bróðir
Ekki hrædd litla systir

Því hræddur er kauði
Við hjartans hreina sauði

Í augum þínum opnist ljós
Ekki við hann gæla
Rektu frekar útí fjós
Þar Ljómalind mun hann spæla
Yfir hann mun hún æla

Dansað við dauðann
Sauðamann svartann
Bráðum skín sól í heiði
Þá af þér hverfur allur leiði

Bróðir  Systir ekki glepjast
af sauðamannsins svarta seiði


Seiður eilífrar ástar


Ef ég hef engar rætur
Þá hef ég heldur enga fætur
Til að yfir skaflana skunda
Til að reka burtu illa hunda

Nú er nótt og öllu ég gef gætur
Upp í lífsins trénu stóra Ugla úar
Á móti mér
Alltaf á móti mér
Vindurinn púar

Litla stjarna þú sem alltaf mig leiðir
Þú sem í hjarta mínu alltaf mig þúar

Þú og ég erum eitt
Ekkert getur þig burt frá mér seitt



Því ef ég hefði engar rætur
Þá hefði ég heldur enga fætur
Til að yfir skaflana skunda
Til að reka burtu illa hunda

Nú er nótt og öllu ég gef gætur
Uppi í lífsins trénu stóra Ugla úar
Með mér
Alltaf með mér
Mær minnar trúar

Litla stjarna þú sem alltaf leiðir mig
Þú sem í hjarta mínu alltaf mig þúar

Þú og ég erum eitt
Ekkert getur þig burt frá mér seitt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband